Álag, streita og kulnun

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).  

Streita er einkenni dagslegs lífs, öll upplifum við streitu. Fólk er þó mismunandi vel í stakk búið til að mæta álagi. Sumir ná að halda ró sinni í mjög krefjandi aðstæðum á meðan aðrir fara yfir strikið. Það er líka einstaklingsbundið í hve langan tíma við þolum streitu. Fyrst þegar streituástand er orðið langvarandi og farið upp fyrir streituþol okkar fer það að hafa neikvæð áhrif á frammistöðu okkar og vellíðan. 

Langvarandi álag getur leitt til kulnunar eða „burnout“. Orðið kulnun vísar til þess þegar slökkt hefur verið á kerti. Einstaklingar sem upplifa kulnun missa orkuna og áhugann, telja sig missa stjórn á hlutunum og finnst þeir ráða illa við aðstæður.  Margt hefur áhrif og mikilvægt er að átta sig á því að kulnun er ekki einkamál þess sem verður fyrir því.  Samstarfsmenn finna það, árangurinn minnkar og áhrifin geta fundist í starfsandanum. Mikilvægt er að þekkja hvað það er sem þarf að huga að.  

Á námskeiðinu greina þátttakendur eigin streituviðbrögð og streituþol. Fyrsta skrefið við að ná tökum á streitu er að þekkja eigin streituviðbrögð og vita hversu mikið álag við þolum. Þeir sem eru ekki meðvitaðir um eigið tilfinningalegt ástand eru ekki líklegir til að geta stjórnað því. Síðan er farið í markvissar aðferðir til að stjórna og meðhöndla streitu og álagi. 

Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu: 

•            Mismunandi einkenni streitu og kulnunar 

•            Ástæður streitu og kulnunar 

•            Að koma í veg fyrir kulnun í starfi 

•            Tengsl hugsana og hegðunar 

•            Jákvæð forysta 

Ávinningur: 

•            Innsýn í eigin streituviðbrögð. 

•            Aukin færni í að takast á við streitu og kulnun. 

•            Þekking á leiðum til að auka streituþol. 

•            Færni til að nýta streitu á uppbyggjandi hátt. 

Kennsluaðferðir: 

•            Fyrirlestur, umræður  og virk þátttaka

Leiðbeinandi: Eyþór Eðvarðsson - þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf.

Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:
Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð