Aðkoma að slysavettvangi

Flokkur: Endurmenntun atvinnubílstjóra

Vettvangur slyss getur oft boðið aukinni hættu heim, ekki síst þar sem umferð er. Á þessu námskeiði eru rifjuð upp helstu atriði almennrar skyndihjálpar auk þess sem sérstök áhersla er lögð á aðkomu að vettvangi.
Forkröfur náms: Ætlað atvinnubílstjórum sem hafa fengið réttindi sín fyrir 10. september 2013. Einnig þeim sem vilja endurnýja ökuskírteinið sitt með ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni.

Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig hér á síðunni. Þeir sem ekki eru skráðir þurfa mögulega frá að hverfa.

Verð: 20.000 kr.
Athugið að ef öll 5 námskeiðin eru tekin hjá Ekli/SÍMEY er einungis greitt fyrir fjögur.

Hér getur þú kannað stöðu þína í endurmenntun.
Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning