Fréttir

Tímabundin lokun

(english below) Í framhaldi af hertum samkomutakmörkunum og takmörkunum á framhalds- og háskólastigi þá fellur öll kennsla í húsnæði SÍMEY niður. Húsnæðinu verður einnig lokað nema fyrir starfsfólk. Þetta gildir allavega til 5.apríl eða fram yfir Páska. Starfsfólk SÍMEY verður í sambandi við námshópa á þeim tímapunkti með næstu skref. Fjarnám heldur sínu striki. Við hvetjum ykkur til að hafa samband og fylgjast vel með upplýsingum.   Við erum vonandi handan við hornið að losna við veiruna. Due to new restrictions we postpone all classes until 5.april and study facilities will be closed until then. Distance learning will proceed as organised. We urge you to contact us if nesessary and the SÍMEY staff will be in contact for more information around the 5.april. Best wishes and hopefully this will be the end of the matter. SÍMEY staff

SÍMEY býður upp á raunfærnimat í ýmsum starfsgreinum núna á vorönn

Raunfærnimat er afar mikilvægt „tæki“ til þess að draga saman á einn stað samanlagða færni sem einstaklingur hefur náð eða aflað sér með t.d. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi.

Taka þátt í Nám er tækifæri í samstarfi við Vinnumálastofnun

SÍMEY hefur boðið upp á ýmis námskeið fyrir fólk í atvinnuleit. Í samstarfi við Vinnumálastofnun verður á næstu vikum settur aukinn þungi í nám fyrir fólk sem er án atvinnu.

SÍMEY vinnur að þróunarverkefni um hæfnimat í íslensku

SÍMEY hefur undanfarna mánuði unnið að þróunarverkefni sem felst í því að setja upp á vefnum hæfnimat í íslensku sem öðru máli.

Vel heppnað fyrirtækjaþing

„Ég tel að verkefnið hafi gengið mjög vel og allir sem tóku þátt og komu að þessu áorkuðu miklu á stuttum tíma,“ segir Sif Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá SÍMEY, um rafrænt fyirtækjaþing Akureyrarbæjar sem SÍMEY vann að í samstarfi við Akureyrarstofu og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra – SSNE.

Starfsmenn SÍMEY komnir í jólafrí

Starfsfólk SÍMEY er komið í jólafrí en við óskum Eyfirðingum sem og landsmönnum öllum gleðiríkrar hátíðar og farsældar á nýju ári.

Starfsleitarstofur í samstarfi við Vinnumálastofnun

Góð reynsla hefur fengist af svokölluðum starfsleitarstofum sem SÍMEY hefur boðið upp á síðan í september sl. og eru settar upp fyrir fólk í atvinnuleit. Sjö starfsleitarstofum er lokið og sú áttunda er í þessari viku. Að hámarki eru sex þátttakendur í hverri starfsleitarstofu.

Veflæg þjónusta

Nýtum okkur sem mest veflægar nálganir í þjónustu

Áherslur í starfi vegna COVID frá 2.11

Í ljósi hertra reglna Heilbrigðisráðuneytis um fjöldatakmarkanir og sóttvarnir. (English below)

Í samstarfi við Vinnumálastofnun um Betri skilning og bætt samskipti

Eitt af þeim námskeiðum sem SÍMEY býður upp heitir Betri skilningur og bætt samskipti þar sem m.a. eru skoðaðir styrkleikar og veikleikar hvers og eins út frá bandarískri hugmyndafræði sem á ensku nefnist Everything DISC.