Fréttir

Brautskráning í SÍMEY í dag

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar útskrifaði í dag 63 nemendur af sjö námsleiðum, auk þess sem útskrifaðir voru nemendur úr almennri starfshæfni.

Nemendur í Fræðslu í formi og lit sýna verk sín í SÍMEY

Frá og með deginum í dag, fimmtudeginum 3. júní, er opin í SÍMEY sýning á verkum fimm nemenda í myndlistarnáminu Fræðsla í formi og lit, sem er yfirgripsmikið nám í myndlist.

Um þrjú hundruð manns á vefnámskeiðum SÍMEY og Farskólans

Núna á vorönn hafa Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra sameiginlega staðið fyrir ellefu vefnámskeiðum. Um þrjú hundruð manns sóttu námskeiðin.

Vel heppnað nám um íslenska menningu og samfélag

Núna á vorönn hefur SÍMEY boðið í fyrsta skipti upp á Íslenska menningu og samfélag, vottaða námsleið Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins fyrir fólk af erlendum uppruna.

Sæplastskólinn kominn í loftið

Í byrjun maí var Sæplastskólinn svokallaði opnaður en um er að ræða veflægan fræðsluskóla sem starfsmenn Sæplasts á Dalvík hafa aðgang að og geta nálgast margskonar fræðsluefni sem nýtist þeim vel. Sæplastskólinn er afrakastur þróunarverkefnis sem var styrkt af Landsmennt.

Sterkari starfsmaður og raunfærnimat í almennri starfshæfni

Ein af þeim námsleiðum sem SÍMEY bauð upp á núna á vorönn í samstarfi við Vinnumálastofnun var Sterkari starfsmaður, hundrað klukkustunda nám sem byggir á vottaðri námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Góður andi í Stökkpalli

Í apríl lauk í SÍMEY 180 kennslustunda námsleið sem ber yfirskriftina Stökkpallur. Námið, sem var sett upp í samstarfi við Vinnumálastofnun, er samkvæmt vottaðri námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og ætlað þeim sem hafa horfið frá námi og/eða eru án atvinnu.

Rafrænn aðalfundur SÍMEY í dag

Rafrænn aðalfundur SÍMEY var haldinn í dag og var hann prýðilega vel sóttur. Á fundinum fóru Valgeir B. Magnússon, framkvæmdastjóri SÍMEY, og Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður stjórnar SÍMEY, yfir liðið ár.

Raunfærnimatið sprengdi væntingaskalann!

Eftir að hafa starfað sem kokkur og matráður í meira en áratug ákvað Anna Björk Ívarsdóttir á Akureyri að kominn væri tími á að drífa sig í raunfærnimat og fá kunnáttu sína staðfesta. Hún sér ekki eftir því.

Tímabundin lokun

(english below) Í framhaldi af hertum samkomutakmörkunum og takmörkunum á framhalds- og háskólastigi þá fellur öll kennsla í húsnæði SÍMEY niður. Húsnæðinu verður einnig lokað nema fyrir starfsfólk. Þetta gildir allavega til 5.apríl eða fram yfir Páska. Starfsfólk SÍMEY verður í sambandi við námshópa á þeim tímapunkti með næstu skref. Fjarnám heldur sínu striki. Við hvetjum ykkur til að hafa samband og fylgjast vel með upplýsingum.   Við erum vonandi handan við hornið að losna við veiruna. Due to new restrictions we postpone all classes until 5.april and study facilities will be closed until then. Distance learning will proceed as organised. We urge you to contact us if nesessary and the SÍMEY staff will be in contact for more information around the 5.april. Best wishes and hopefully this will be the end of the matter. SÍMEY staff