SÍMEY býður upp á fimm stutt og hagnýt námskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu

Á námskeiðunum er komið inn á fjölmargt er snýr að móttöku gesta á hótelum og veitingastöðum, hreinl…
Á námskeiðunum er komið inn á fjölmargt er snýr að móttöku gesta á hótelum og veitingastöðum, hreinlætismál, öryggismál, vinnuvernd og margt fleira.

Í maí og júní nk. efnir SÍMEY til fimm stuttra og hagnýtra námskeiða fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu. Námskeiðin eru sett upp í samstarfi við Ferðamálastofu undir merkjum Vakans – gæða- og umhverfiskerfis í ferðaþjónustu. Öll námskeiðin verða á Akureyri en einnig verða fjögur þeirra í Fjallabyggð og á Dalvík.

Starfsfólk SÍMEY hefur að undanförnu heimsótt fjölda ferðaþjónustufyrirtækja á Eyjafjarðarsvæðinu og kynnt þeim þessi fimm námskeið:

  1. Þjónusta og móttaka gesta – kennt á Akureyri 18. maí kl. 13:00-16:00 og í Fjallabyggð 23. maí kl. 13:00-16:00. Kennari: Hrefna Laufey Ingólfsdóttir, sem hefur áralanga reynslu af störfum í ferðaþjónustu – bæði á veitingastöðum og hótelum. Hún sá um rekstur Ferðaþjónustunnar á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit í sex ár. Núna stundar hún BA-nám í ferðamálafræðum við Háskólann á Hólum.
    Á námskeiðinu fer Hrefna Laufey m.a. yfir samskipti starfsmanna og viðskiptavina, þarfir ólíkra hópa viðskiptavina, kvartanir og ábendingar, innritun, uppgjör, persónulegt hreinlæti starfsmanna, vinnuvernd og öryggi, trúnað við gesti o.fl.
    Hér eru nánari upplýsingar um námskeiðið. Hér er skráning á námskeiðið á Akureyri. Hér er skráning á námskeiðið í Fjallabyggð.
  2. Meðhöndlun matvæla – kennt á Akureyri 22. maí kl. 13:30-16:30 og 8. júní á Dalvík kl. 13:30-16:30. Kennari: Marína Sigurgeirsdóttir, brautarstjóri matvæla- og ferðamálabrautar VMA. Marína hefur kennt við matvæla- og ferðamálabraut VMA til margra ára og einnig hefur hún starfað sem matreiðslumeistari á hótelum og veitingastöðum.
    Á námskeiðinu fer Marína yfir allt mögulegt sem snýr að meðhöndlun matvæla, t.d. hreinlæti, hlífðarfatnað, vinnuvernd, örveirur og varnir gegn þeim, krossmengun og varnir gegn henni, ofnæmi og óþol, þrifaáætlanir, geymsluþol matvæla, matarsjúkdóma o.fl.
    r eru nánari upplýsingar um námskeiðið. Hér er skráning á námskeiðið á Akureyri. Hér er skráning á námskeiðið á Dalvík.
  3. Mikilvægi hreinlætis – kennt á Akureyri 24. maí kl. 13:30-16:30 og í Fjallabyggð 6. júní kl. 13:30-16:00. Kennari: Marína Sigurgeirsdóttir, brautarstjóri matvæla- og ferðamálabrautar VMA. Marína hefur kennt við matvæla- og ferðamálabraut VMA til margra ára og einnig hefur hún starfað sem matreiðslumeistari á hótelum og veitingastöðum. Á námskeiðinu fjallar Marína m.a. um persónulegt hreinlæti, krossmengun í matvælum og varnir gegn henni, skordýr og sníkjudýr, raka og afleiðingar hans, heilbrigði og heilsu, innra eftirlit fyrirtækisins, þrifaáætlanir og stefnu, starfsemi og þjónustu viðkomandi fyrirtækis.
    Hér eru nánari upplýsingar um námskeiðið. Hér er skráning á námskeiðið á Akureyri. Hér er skráning á námskeiðið í Fjallabyggð.
  4. Þrif og frágangur – kennt á Akureyri 30. maí kl. 13:30-16:30 og Dalvík 31. maí kl. 13:30-16:30. Kennari: Hjördís Stefánsdóttir hússtjórnarkennari. Hjördís var til fjölda ára brautarstjóri og kennari við matvælabraut VMA. Þá var hún lengi skólastjóri á Laugum og hefur í mörg ár lagt sín lóð á vogarskálarnar í ferðaþjónustu, m.a. sem hótelstjóri. 
    Á námskeiðinu fjallar Hjördís m.a. um skipulag þrifa og aðferðir við þrif og frágang, meðferð og notkun áhalda við þrif, viðbrögð við veggjalús og/eða myglusvepp og grun um sjúkdómasmit, trúnað við gesti og friðhelgi einkalífsins, samskipti við viðskiptavini, þjónustu og þjónustusamskipti, vinnuvernd o.fl.
    Hér eru nánari upplýsingar um námskeiðið. Hér er skráning á námskeiðið á Akureyri. Hér er skráning á námskeiðið á Dalvík.
  5. Þjónanámskeið – kennt á Akureyri 6. júní – 3-4 klst. Kennari: Hallgrímur Sæmundsson, framreiðslukennari við matvælabraut MK og stundakennari í hótelstjórnun og veitingarekstri í Háskólanum í Reykjavík.
    Á námskeiðinu fjallar Hallgrímur m.a. um umhverfi veitingahúsa, hvernig beri að taka á móti gestum og hvernig beri að kveðja þá, pantanir, vín og drykki, frágang reiknings fyrir viðskiptin, framreiðslu rétta og ábót og mistök – hvernig skuli taka á mistökum og hvaða heimildir starfsmaður hafi í þeim tilvikum.

 

Eins og að framan greinir er hér um afar áhugaverð námskeið að ræða sem án nokkurs vafa nýtast starfsfólki í ferðaþjónustu afar vel – jafnt fyrir þá sem eru nýir í greininni og hafa ekki reynslu af því að starfa í henni og einnig þá sem hafa reynslu af því að starfa í greininni, því aldrei er góð vísa of oft kveðin.

Starfsfólk SÍMEY er fúst að veita allar nánari upplýsingar um námskeiðin og fyrirkomulag þeirra og einnig er það tilbúið að vísa ferðaþjónustufyrirtækjum veginn í fjármögnun námskeiðsgalda starfsmanna sinna. Í því sambandi eru ýmsir möguleikar – sjá hér.