Átta þjónustuliðar útskrifaðir

Að lokinni útskrift þjónustuliða í SÍMEY.
Að lokinni útskrift þjónustuliða í SÍMEY.
Í gær lauk með formlegum hætti námi hjá SÍMEY sem kallast Þjónustuliðar og byggir á námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Átta einstaklingar, skjólstæðingar Fjölmenntar og verkefnisins „Atvinna með stuðningi“, sem er á vegum Vinnumálastofnunar, voru brautskráðir. Upp á þetta nám var nú boðið í fyrsta skipti hjá SÍMEY, en það er ætlað fólki sem starfar t.d. við ræstingar, hreingerningar eða sótthreinsun eða í matvælaiðnaði.

Í gær lauk með formlegum hætti námi hjá SÍMEY sem kallast Þjónustuliðar og byggir á námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Átta einstaklingar, skjólstæðingar Fjölmenntar og verkefnisins „Atvinna með stuðningi“, sem er á vegum Vinnumálastofnunar, voru brautskráðir.

Upp á þetta nám var nú boðið í fyrsta skipti hjá SÍMEY, en það er ætlað fólki sem starfar t.d. við ræstingar, hreingerningar eða sótthreinsun eða í matvælaiðnaði.

Við útskriftina í gær sögðu Erla Björg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri SÍMEY, og Helgi Þ. Svavarsson, verkefnastjóri hjá SÍMEY, sem hafði umsjón með náminu, að það hafi að þeirra mati tekist mjög vel og þess væri vænst að unnt yrði að halda áfram á sömu braut.

Fyrst og fremst var námið verklegt og það nýtist mjög vel fólki í daglegu starfi sínu, hvort sem það er á vinnumarkaði eða ekki. Farið var meðal annars í líkamsbeitingu og sjálfstyrkingu, meðferð matvæla, smit, hreinlæti, skyndihjálp og öryggismál.

Námið tók tíu vikur og mættu nemendur tvisvar í viku. Samtals voru kennslustundirnar 40. Ekki var annað að heyra á nemendum við útskriftina en að námið hafi verið þeim gagnlegt og um leið skemmtilegt.