Háskólabrú

Haustið 2017 hyggst SÍMEY bjóða upp á nám í Háskólabrú Keilis.  Að þessu sinni verður boðið upp á Háskólabrú með vinnu. Námið tekur fjórar annir og miðað er við að nemendur útskrifist vorið 2019. Til að geta hafið nám í Háskólabrúnni þarf umsækjandi annaðhvort að hafa lokið námi í Menntastoðum eða a.m.k. 70 framhaldsskólaeiningum, þar af 6 einingum í íslensku, ensku og stærðfræði.  Hægt er að fá frekari upplýsingar í síma 460-5720.

Með því að smella hér má fá nánari upplýsingar um námið