Um Fjölmennt

Fjölmennt var stofnuð árið 2002. Hlutverk Fjölmenntar er að vera ráðgefandi, styðja fatlað fólk til náms hjá öðrum fræðsluaðilum eða símenntunar- stofnunum ásamt eigin námskeiðahaldi. Í allri stefnumótun Fjölmenntar er lögð rík áhersla á að fatlað fólk geti stundað símenntun til jafns við aðra þegna samfélagins og hjá sömu aðilum og veita fullorðnu fólki símenntun.

Haustið 2009 hófst formlegt samstarf Fjölmenntar og SÍMEY  um námskeiðahald á Akureyri. SÍMEY sér nú um námskeiðahald sem áður var hjá Fjölmennt. Námskeiðsframboð Fjölmenntar má sjá á forsíðu SÍMEY undir hnappnum Fjölmennt.

Verkefnastjóri Fjölmenntar á Akureyri er Helgi Þorbjörn Svavarsson og kennsluráðgjafi er  Gestur Guðrúnarson.